Störf hjá Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir laus eftirfarandi störf:

Stuðningsfulltrúa  vantar við skólann í 75% starf.  Þarf að geta hafið störf sem fyrst.  Vinnutími 8.50-14.50 Starfið felur í sér aðstoð í bekk og gæslu í frímínútum í unglingadeildinni við Hlíðarveg.

Starfsmenn óskast í lengda viðveru skólabarna á aldrinum 6-8 ára. Lengd viðvera er gæsla að loknum skóladegi. Vinnutími er frá kl. 13.00 til 16.30.  Ráðningin nær aðeins til starfstíma skólans. Starfsemin fer fram annarsvegar í skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði og hinsvegar í skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 464-9150 eða jonina@fjallaskolar.is

Skólastjóri