Stórafmæli Síldarminjasafnsins og FÁUM

Safnasvæði Síldarminjasafnsins
Safnasvæði Síldarminjasafnsins
Um þessar mundir fagnar Síldarminjasafnið nokkrum merkisviðburðum í sögu safnsins, en í ár eru liðin 25 ár frá stofnun Félags áhugamanna um minjasafn - sem stóð að uppbyggingu og rekstri safnsins fram til ársins 2006. 
Að sama skapi eru liðin 20 ár frá því Róaldsbrakki var vígður sem safnhús - 15 ár frá því Grána var byggð og 10 ár frá því Bátahúsið reis. Þessu til viðbótar reis nýjasta safnhúsið, Salthúsið, nú á haustdögum! Til að fagna þessum tímamótum er félögum í FÁUM, sjálfboðaliðum, styrkjendum og velunnurum safnsins boðið í afmælisveislu kl. 16:00 laugardaginn 11. október. 
Dagskrá:
Salthúsið - stutt kynning, saga hússins, fyrirhuguð notkun og uppbygging.
Samkoma í Gránu.
- Ávarp, m.a. Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra.
- Léttar veitingar.