Stöngin inn er athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins

Samvinnuverkefni Leikfélags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar, Stöngin inn, var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2013 af valnefnd Þjóðleikhússins. Fulltrúi Þjóðleikhússins, Þórhallur Sigurðsson, tilkynnti niðurstöðuna á aðalfundi BÍL sem haldinn var í Logalandi í Borgarfirði nú um helgina.

Stöngin inn er eftir Guðmund Ólafsson sem jafnframt leikstýrir. Félögunum hefur verið boðið að sýna verkið í Þjóðleikhúsinu í júní.

Þetta er mikill heiður fyrir leikfélögin í Fjallabyggð, Guðmund Ólafsson leikstjóra og tónlistarmenn. Þessir aðilar eiga það sannarlega skilið fyrir frábæran leik og söng.

Innilegar hamingjuóskir!
 
Fræðslu- og menningarfulltrúi