Stökk 5.42 metra og jafnaði Íslandsmetið

Baldur Ævar Baldursson varð sjöundi í langstökki á Ólympíuleikum fatlaðra í Peking í Kína í morgun. Hann jafnaði þar með eigið Íslandsmet.  Í samtali við starfsmenn Fjallabyggðar kom fram að

hann væri mjög ánægður með árangurinn, enda jafnaði hann núverandi Íslandsmet. Hann sagði alla aðstöðu til fyrirmyndar og ótrúlega upplifun að vera staddur þarna úti. Það hafði þó rignt mikið þegar hann stökk. Hiti væri yfirleitt á bilinu 25-40 gráður.  Hann hafði þó varla tíma til að tala við okkur þar sem hann var á leið að fá sér „feitan“ hamborgara.