Stöðufundur með ferðaþjónustuaðilum í Fjallabyggð

Í framhaldi af ráðstefnu um ferðaþjónustu Fjallabyggðar, „Uppbygging nýrra áfangastaða“ sem haldin var 9. mars sl. boðar markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar til stöðufundar með ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækjum í Fjallabyggð.

Fundurinn verður haldinn í dag miðvikudag, 20. september kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar 2 hæð, Gránugötu 4, 

Allir ferða- og afþreyingarþjónustuaðilar Fjallabyggðar hvattir til að mæta.

Vinsamlegast staðfestið þátttöku á netfangið lindalea@fjallabyggd.is