Stiklur - myndlistarsýning Kristjáns Jóhannssonar á Siglufirði

Mynd: Kristján Jóhannsson
Mynd: Kristján Jóhannsson

Kristján Jóhannsson listamaður á Siglufirði opnar myndlistarsýningu í Söluturninum við Aðalgötu á Siglufirði.

Opnun sýningarinnar verður sunnudaginn 21. júlí og stendur sýningin fram til 27. júlí. Kristján er mörgum kunnugur en á sýningunni verða meðal annars til sýnis myndskreytingar bókarkápa sem Kristján málaði á íslenskaðar bækur eftir spennusagnahöfunda á borð við Jack Higgins, Desmond Bagley og Duncan Kyle.
Sýningin verður opin alla sýningardagana frá kl. 14:00 – 17:00.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

Fréttin er aðsend.