Steypustöðin fjarlægð

Þessa dagana er verið að fjarlægja steypustöðina í Ólafsfirði sem notuð var við gerð Héðinsfjarðarganga og skemmu sem þar hefur líka staðið. Tæp fjögur ár eru síðan göngin voru opnuð og margir beðið eftir því að þessi mannvirki verði fjarlægð. Nú er sem sagt komið að því og hefur fyrirtækið Skútaberg séð um að rífa steypustöðina niður.

Steypustöðin í Ólafsfirði rifin niður
Vel gengur að fjarlægja steypustöðina.