Sterk norðanátt gengur yfir Siglufjörð með vindhviðum upp á 36 m/s

Mikið tjón hefur orðið í þeirri norðaustan átt sem nú gengur yfir Siglufjörð.
Mikið tjón hefur orðið í þeirri norðaustan átt sem nú gengur yfir Siglufjörð.

Sterk norðanátt gengur yfir Siglufjörð með vindhviðum upp á 36 m/s.

Mikill vindur og gríðarlegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði frá því í gær, mánudaginn 18. september. Áfram má búast við öflugum vindstrengjum/-hviðum á Siglufirði í dag og fram til kvölds. 

Að sögn veðurfræðings  frá Veðurstofu Íslands var þessi vindur ekki í kortunum og mun hvassara á Siglufirði en ráð var fyrir gert. Norðaustanáttin beygir í há-norður inn Siglufjörð sem gerir það að verkum að vindhviður fara upp í 36 m/s.