Stefnumótunarvinna í skóla- og fræðslumálum Fjallabyggðar

Miðvikudaginn 20. febrúar sl. var vinnufundur í skóla- og fræðslumálum í Tjarnarborg. Alls mættu 30 manns frá Siglufirði og Ólafsfirði. Fulltrúar frá öllum hópum skólasamfélagsins, kennarar, nemendur og foreldrar unnu saman að framtíðarsýn Fjallabyggðar í skólamálum. Fundurinn er aðeins fyrsta skrefið í þessari vinnu en á næstunni mun hópurinn halda áfram að móta skólastefnu Fjallabyggðar. Fyrirhugað er að þessari vinnu ljúki í maí/júní.