Stefnumótun list- og menningarmála í Fjallabyggð

Viltu koma að stefnumótun list- og menningarmála í Fjallabyggð? Öll félög og einstaklingar tengdir menningarstarfsemi í Fjallabyggð hvort sem er í tónlist, myndlist, leiklist eða handverki, ljósmyndarar, meðlimir kóra og starfsmenn gallería eða safna eru hvattir til þátttöku. Allir þeir sem áhuga hafa á málaflokknum eru einnig velkomnir. Markmiðið er að móta heildstæða, sameiginlega sýn og stefnu í menningarmálum Fjallabyggðar og er þessi fundur fyrsta skrefið í þá átt. Fundir verða á eftirfarandi stöðum:
Á Siglufirði, fimmtudaginn 3. apríl kl. 17.00-18.30 í Ráðhúsinu, listsalnum 2. hæð
Í Ólafsfirði, þriðjudaginn 8. apríl kl. 17.00-18.30 í gamla safnaðarheimilinu

Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi