Stefnumótun ferðaþjónustu í Eyjafirði

Föstudaginn 6.nóvember verður haldinn vinnufundur til að ræða vöruþróun og framtíðarsýn ferðaþjónustu í Eyjafirði. Markmið fundarins er að kynna aðferðafræði vöruþróunar og stefnumótunar sem byggir á landfræðilegum upplýsingakerfum og taka fyrstu skrefin í þá átt með því að móta vinnuhópa.  Sjá nánari upplýsingar á www.rmf.is

Fundurinn verður haldinn í Bergi, menningarhúsi Dalvíkur (6. Nóvember) frá kl. 9:00-13:00.  Fundurinn er öllum opinn og öllum að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta skráð sig hjá Eyrúnu hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála á:  ejb@unak.is fyrir föstudaginn 30. október 2009.
Allir þjónustuaðilar í Fjallabyggð er hvattir til að mæta og taka þátt og hafa áhrif á framtíðarsýn ferðaþjónustu í Eyjafirði.

Dagskrá: