Stefnt að opnun skíðasvæðis um helgina.

Stefnt er að fyrstu almennu opnuninni á nýju skíðalyftunni laugardaginn 8. febrúar. Því miður er snjóleysið að hrjá okkur á neðra svæðinu og þess vegna ekki hægt að opna neðstu lyftuna. Brugðið verður á það ráð að moka Skarðsveginn upp að T-lyftu og verður þá hægt að nota hana sem ferju upp úr og renna sér síðan út í Bungulyftu. Í Bungunni eru aðstæður ágætar og nægur snjór til skíðaiðkunar. Nánari upplýsingar um aðstæður og opnunartíma verða á símsvaranum: 878-3399