Starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands til viðtals á Siglufirði

Í janúar og febrúar verða starfsmenn Markaðsstofunnar á ferð um landshlutann og bjóða öllum þeim sem hafa áhuga til viðtals um þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, eins og DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið, Okkar Auðlind og fleira.

Teymið verður á Sigló Hótel þann 30. janúar nk. kl. 14:00

Hægt er að fá nánari upplýsingar um tímasetningar og staðsetningar með því að smella hér, þar sem einnig er hægt að panta fund.