Starfsmenn Fjallabyggðarhafna senda bestu jólakveðjur

Sigríður bæjarstjóri leit við í morgunkaffi hjá starfsmönnum Fjallabyggðarhafna í morgun og fór meðal annars yfir stöðu mála þar.

Við það tækifæri tók hún þessa ágætu mynd af þeim herramönnum.

Starfsmenn hafnarinnar senda sínar allra bestu hátíðarkveðjur um landið og miðin og þakka fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða með von um að nýja árið verði öllum fengsælt.