Starf skrifstofustjóra laust til umsóknar.

Siglufjarðarkaupstaður auglýsir eftir einstaklingi í starf skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Skrifstofustjóri er yfirmaður skrifstofuhalds Siglufjarðarkaupstaðar og staðgengill bæjarstjóra, situr fundi bæjarráðs og bæjarstjóra og ritar fundargerðir þeirra. Meðal daglegra verkefna eru:- Yfirumsjón daglegra fjármála, bókhalds, reikningagerðar og innheimtu.- Gerð greiðsluáætlana og kostnaðareftirlit.- Þátttaka í gerð fjárhagsáætlana.- Ábyrgð á launavinnslu.Auk þessa sinnir skrifstofustjóri ýmsum sérverkefnum í samráði við bæjarstjóra og bæjarráð.Leitað er eftir einstaklingi sem hefur til að bera sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum, hefur reynslu af bókhaldi og bókhaldskerfi og á auðvelt með mannleg samskipti. Æskilegt er að viðkomandi sé með háskólapróf á sviði stjórnsýslu eða viðskipta en þó ekki nauðsynlegt.Viðkomandi verður að geta hafið störf þann 1. maí n.k. og ber að skila umsóknum á Bæjarskrifstofu Siglufjarðar, Gránugötu 24, 580 Siglufjörður, merktum “Starf Skrifstofustjóra” í síðasta lagi þann 21. apríl n.k.Nánari upplýsingar gefur bæjarstjóri Siglufjarðar, Runólfur Birgisson, í síma 460-5600 eða í tölvupóstfanginu rb@siglo.isBæjarstjóri Siglufjarðar.