Staðardagskrá 21

Með hvaða hætti getum við íbúar Siglufjarðar nýtt okkur auðlindir bæjarfélagsins án þess að spilla afkomumöguleikum komandi kynslóða?Staðardagskrá 21 er stefnumótun í samræmi við viðamikla áætlun um sjálfbæra þróun sem gerð var á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1992. Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér umhyggju fyrir velferð komandi kynslóða. Undanfarið hefur vinnuhópur unnið að gerð Staðardagskrár fyrir Siglufjörð og er hægt að nálgast þau drög að klikka á Staðardagskrámerkið hér til hliðar. Staðardagskrá 21 er ekki einkamál sveitarstjórnar eða ákveðinna nefnda. Allir íbúar eiga að hafa tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.Athugasemdum er hægt að koma á framfæri með því að senda tölvupóst á arnar@siglo.is eða senda bréf til Arnars H. Jónssonar umhverfis- og garðyrkjustjóra Gránugötu 24, 580 Siglufjörður.Í hvaða verkefni á að ráðast? Hvað er vel gert og hvað ekki? Hvernig viltu að bæjarfélagið þitt verði árið 2020?Sendu okkur línu og legðu þannig þitt af mörkum til að skapa spennandi framtíðarsýn fyrir Siglufjörð. Til að fá frekari upplýsingar eða til að koma ábendingum á framfæri er bent á að hafa samband við Arnar Heimir Jónsson í síma 695-3113.