Stórleikur í 2. deild karla í knattspyrnu á fimmtudag.

N.k. fimmtudag fer fram stórleikur á Siglufjarðarvelli í 2. deild karla í knattspyrnu þegar KS tekur á móti liði Tindastóls frá Sauðárkróki. Leikir þessara félaga hafa undanfarin ár verið hörkuleikir og um sannkallaðan grannaslag að ræða. KS sigraði Tindastól tvívegis á síðasta ári í deildarkeppninni en Tindastóll hafði hins vegar betur í bikarleik liðanna árið 2002. KS er nú 3-4. sæti 2. deildar með 13 stig en Tindastóll er í 8. sæti deildarinnar með 4 stig. Í síðasta leik vann KS 1-0 sigur á Selfossi en Tindastóll tapaði fyrir Víði 1-0.Örugglega verður um hörkuleik að ræða og eru allir sem möguleika hafa hvattir til þess að mæta og hvetja sína menn.