Sorphreinsun - áríðandi að fólk moki frá tunnum og gæti þess að tunnur séu ekki yfirfullar

Vakin er athygli á því að gráa tunnan verður losuð laugardaginn 11. apríl í Ólafsfirði. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnum Íslenska Gámafélagsins losun.

Íslenska gámafélagið vill sömuleiðis ítreka að tunnur sem eru yfirfullar verða EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn ÍG að forðast snertingu við allt sorp.
Sjá áður birta frétt.

Á Siglufirði var lokið við að tæma gráu tunnuna í dag, miðvikudaginn 8. apríl.

Þetta tilkynnist hér með.