Sorphirða hafin

Sorpirða hófst í gær og var framhaldið í dag á Siglufirði. Það sem ekki hefur verið tekið á Siglufirði er sökum ófærðar í tilteknum götum eða að tunnur hafi verið á kafi. Sorp verður tekið í Ólafsfirði á morgun fimmtudaginn 10. febrúar.

Eru íbúar vinsamlegast beðnir um að moka frá ílátum sem eru flest á kafi og tryggja aðgengi að þeim.