Söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi

Hin árlega söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Norðurlandi (frá Hvammstanga og austur á Langanes) fer fram á Hvammstanga í dag, föstudaginn 23. janúar. Að þessu sinni eru það 16 atriði sem taka þátt, og af þeim komast fimm áfram í lokakeppnina sem haldin verður í Reykjavík 21. febrúar.Hver félagsmiðstöð sendir eitt atriði í keppnina og því eigum við í Fjallabyggð tvo fulltrúa í keppninni í dag. Keppnin er ein stærsta samkoma fyrir unglinga á Norðurlandi og því mikið tilhlökkunarefni, en reikna má með að hátt í 500 unglingar mæti á Hvammstanga í tengslum við keppnina. Eftir söngkeppnina verður svo diskótek, auk þess sem innifalið í þátttökugjaldi er heimsókn á Selasetrið á Hvammstanga og öllum er boðið frítt í sund.