Söng og hæfileikakeppni frestað

Því miður þurfum við að fresta keppninni um viku vegna forfalla. Okkur þykir leiðinlegt að þurfa að gera þetta með svona stuttum fyrirvara en það er samt sem áður óhjákvæmilegt. 
Keppnin verður því haldin í næstu viku, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:30 í Tjarnarborg. Við gerum okkur grein fyrir að þetta geti komið sér illa fyrir einhverja og hörmum það. Við munum senda út nánari skipulagningu þegar nær dregur og hvetjum nemendur að æfa atriðin sín heima.

Skólastjórnendur