Sólberg ÓF með yfir 1000 tonn

Nýjasti frystitogari landsins Sólberg ÓF í eigu Ramma ehf. kom til Fjallabyggðar á vormánuðum og hóf veiðar strax í júní. 

Lestarrými í Sólbergi ÓF er gríðarlega stórt og getur skipið tekið vel yfir 1000 tonn af fiski í lestum skipsins. Fyrsta löndun Sólberg ÓF á þessu fiskveiðiári sló öll aflamet, þegar skipið landaði alls 1146,1 tonnum af fiski. Þar af voru 854 tonn af þorski, 170 tonn af Karfa og 85 tonn af Ufsa.