Sólarferð Leikfélags Fjallabyggðar í Tjarnarborg

Mynd: Leikfélag Fjallabyggðar
Mynd: Leikfélag Fjallabyggðar

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýndi gamanleikinn Sólarferð eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Ingrid Jónsdóttur, þann 10. nóvember sl. Alls taka sjö leikarar ásamt fjölmörgum öðrum þátt í sýningunni.  

Verkið fjallar um hóp íslenskra ferðamanna sem eru samankomnir á spænskri sólarströnd. Þessa dugnaðarforka, afkomendur víkinganna, þyrstir að njóta lífsins lystisemda á þessum heita, framandi stað, þar sem allt flóir í ódýru áfengi og boð og bönn hins venjubundna lífs eru víðs fjarri. Leit ferðafélaganna að lífshamingju í þessu himnaríki holdsins birtist okkur á bráðfyndinn hátt, en undir niðri kraumar sársauki sem erfitt er að leyna.

Næstu sýningardagar eru:
17. 18. og 29. nóvember
og 1. og 3. desember.

Sýningarnar eru í Menningarhúsinu Tjarnarborg og hefjast kl. 20:00

Miðapantanir í  síma 849-5384 (Vibekka) 863-2604 (Guðrún). Einnig er hægt að panta miða á Facebook síðu Leikfélagsins.

Láttu ekki þessi frábæru sýningu fram hjá þér fara.

Leikfélag Fjallabyggðar