Síðustu forvöð að skrá sig

Sóknarbraut á Siglufirði - Við minnum á námskeiðið á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stofnun og rekstur fyrirtækja verður haldið á Siglufirði á vorönn 2008. Megin tilgangur námskeiðsins er að brúa bilið milli hugmyndar að fyrirtæki og markvissrar framkvæmdar.

Sóknarbraut hentar vel einstaklingum sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd eða stofna eigið fyrirtæki. Sóknarbraut hentar einnig vel einstaklingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum og vilja auka þekkingu sína á rekstri og bæta árangur. Sóknarbraut er opin jafnt körlum sem konum og ekki er gerð krafa um sérstaka undirbúningsmenntun.

Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2008. 

Kennt verður í Ráðhúsinu frá kl. 10.00 til 14.00 samkvæmt eftirfarandi dagskrá:

30.01. 2008 Kynning og umfjöllun um hugmyndir
13.02. 2008 Markaðsmál
27.02. 2008 Gerð viðskiptaáætlana
12.03. 2008 Markaðsmál
27.03. 2008 Verkefnastjórnun
09.04. 2008 Rekstrarform fyrirtækja
15.04. 2008 Markaðsáætlun
30.04. 2008 Samningatækni og upprifjun
07.05. 2008 Lokakynning

Nánari upplýsingar má einnig nálgast hjá:
Sigurði Steingrímssyni Sími: 460-7972 GSM: 894-9330 Netfang: sigurdurs@nmi.is
Selmu Dögg Sigurjónsdóttur Sími: 460-7975 GSM: 896-0965 Netfang: selmadogg@nmi.is
Ómari Haukssyni Sími: 464-9112 GSM: 897-1935 Netfang: omar@ssnv.is