Söfn í Fjallabyggð senda muni á safnasýningu

Samsýning safna við Eyjafjörð hefur opnað í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar eiga Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði og Síldarminjasafnið á Siglufirði muni og eru íbúar í Fjallabyggð hvattir til að kíkja á sýninguna. Síldarminjasafnið bar sigur  úr býtum yfir skemmtilegasta safnið á svæðinu í þættinum,,Gestir út um allt“  og óskum við Síldarminjasafninu til hamingju með það.

Karítas Skarphéðinsdóttir Neff
Fræðslu- og menningarfulltrúi