Sóðaskapur við gámasvæði

Að gefnu tilefni viljum við biðja fólk að skilja ekki eftir sorp við girðingar gámasvæða utan opnunartíma þeirra. Íbúar eru hvattir til að kynna sér opnunartíma gámasvæða og mæta með ruslið þegar opið er.

Gámasvæðið á Siglufirði er opið alla virka daga frá klukkan 13:00 -17:00 og laugardaga frá kl. 10:00 – 14:00. Gámasvæðið í Ólafsfirði er opið alla virka daga nema fimmtudaga frá klukkan 13:00 -17:00 og laugardaga frá kl. 10:00 - 14:00. Bæði gámasvæði eru lokuð á sunnudögum.