Snjólaug Ásta nýr umsjónarmaður Tjarnarborgar

Anna María (t.v.) og Snjólaug Ásta (t.h.)
Anna María (t.v.) og Snjólaug Ásta (t.h.)

Þann 29. maí sl. auglýsti Fjallabyggð á heimasíðunni sinni eftir umsjónarmanni fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júní sl. 6 umsóknir bárust.

Markaðs- og menningarnefnd lagði til á fundi sínum þann 18. júní sl. að Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir yrði ráðin í stöðuna frá og með 1. júlí. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti það á fundi sínum þann 23. júní sl.

Hægt er að ná í Snjólaugu Ástu í síma 853 8020 eða í gegnum netfangið tjarnarborg@fjallabyggd.is 

Um leið og Snjólaug Ásta er boðin velkomin í hóp starfsmanna Fjallabyggðar er Önnu Maríu Guðlaugsdóttur þökkuð góð störf í þágu bæjarfélagsins.

Anna María og Ásta
Anna María og Snjólaug Ásta að fara yfir málin.