Snjóflóðavarnir Siglufirði, stoðvirki 4. áfangi

Starfsmenn Köfunarþjónustunnar eru að hefja vinnu við grjóthreinsun (skrotun) þ.e. hreinsa laust grjót á framkvæmdasvæðinu.

Meðan á þeirri vinnu stendur eykst grjóthrun niður hlíðina og getur skapa hættu fyrir þá sem leið eiga um svæðið neðan hlíðarinnar.

Til að minnka líkur á að fólk sem fer um svæðið verði fyrir grjóti sem hrynur hefur verktakinn sett „vaktmenn“ á gönguslóðann við varnargarðana til að beina umferð gangandi frá aðal hættusvæðinu.