Snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði vígðir

Fimmtudaginn 9. október verða snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði vígðir. Að því tilefni er íbúum boðið til eftirfarandi dagskrár. 16:00 - Tekið á móti umhverfisráðherra og öðrum gestum við „Bakkatjörn"  16:15 - Gengið eftir Hólavegi upp á og eftir garði 4 og áfram sem leið liggur suður eftir garði 3 og endað á „Amfiteater" ofan við garð 2.

Á göngunni verði staldrað við á útsýnisstöðum og veitt leiðsögn:

  • Snjóflóðavá yfir Siglufirði - Tómas Jóhannesson
  • Hönnun og hönnunarforsendur - Þorsteinn Jóhannesson
  • Mótvægisaðgerðir - útivistar möguleikar og söguganga - Reynir Vilhjálmsson

17:00 - Dagskrá á „Amfiteater" 

  • Tónlistarflutningur
  • Ávarp ráðherra
  • Sr. Sigurður Ægisson „vígir" garðana

Íbúum er bent á að hlýr og góður klæðnaður og góðir skór auka ánægjuna. Ef svo ólíklega vill til að það verði mikið slagveður og slydda má reikna með breytingu á dagskrá sem auglýst verður síðar.