Snjóflóðanámskeið fyrir leitarhunda

Dagana 1.-5. mars heldur Slysavarnarfélagið Landsbjörg snjóflóðanámskeið fyrir leitarhunda og þjálfara þeirra í Ólafsfirði. Reiknað er með að yfir 30 hundar og um 40 björgunarsveitarmenn  víðsvegar af landinu auk sjálfboðaliða úr Fjallabyggð taki þátt í námskeiðinu og æfingum tengdum því . Hér um mjög metnaðarfullt námskeið að ræða, þar sem hundar verða m.a. þjálfaðir í þremur flokkum. Einnig verða á boðstólnum fyrirlestrar um snjóflóð og snjóflóðavarnir fyrir hundaþjálfara.