Skýrsla RHA um Samstarf safna og Ábyrgðasöfn á Norðurlandi eystra

Á haustmánuðum 2019 skrifaði Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) undir samning við Eyþing/SSNE um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf eða sameiningu safna á Norðurlandi eystra við höfuðsöfnin. Verkefnið var unnið í samræmi við tillögu C-14. Samstarf safna - ábyrgðasöfn í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 og var fjármagnað af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verkefnið miðar að því að efla safnastarf í landshlutanum og var landshlutasamtökum sveitarfélaga falið að gera fýsileikakönnun um aukið samstarf eða sameiningu safna á sínu svæði í samráði við höfuðsafn og viðurkennt safn með vísan til 13. gr. safnalaga, nr. 141/2011, auk safnaráðs. 

RHA hefur nú lokið gerð skýrslunnar sem má nálgast hér

Fréttin er aðsend.