Skrifað undir samning við Sjóvá

Jón Birgir Guðmundsson og Gunnar I. Birgisson
Jón Birgir Guðmundsson og Gunnar I. Birgisson

Í nóvember sl. voru vátryggingar fyrir Fjallabyggð boðnar út. Þann 26. nóvember 2015 voru tilboð opnuð og bárust þrjú tilboð
Sjóvá 9.041.166 kr.
TM 13.132.769 kr.
VÍS 9.045.695 kr.

Munurinn á Sjóvá og VÍS var 0,05%.
Öll félög buðu uppá forvarnaráætlun og vaxtalausar greiðslur.

Bæjarráð samþykkti á fundi þann 8. desember að taka tilboði Sjóvár og var það staðfest af bæjarstjórn á fundi þann 18. desember sl.
Í gær, fimmtudaginn 28. janúar, var skrifað undir samning við Sjóvá og voru það Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri f.h. Fjallabyggðar og Jón Birgir Guðmundsson forstöðumaður Akureyrarútibús f.h Sjóvá sem það gerðu.