Skráning nemenda í Vinnuskóla Fjallabyggðar

Skráning nemenda stendur nú yfir í vinnuskóla Fjallabyggðar sumarið 2011. Nemendur skulu skrá sig til vinnu bæjarskrifstofunni í Ólafsfirði eða í Ráðhúsinu á Siglufirði eigi síðar en 27. maí nk.

Rétt til vinnu í Vinnuskólanum hafa unglingar fæddir 1995, 1996 og 1997

Áætlaður vinnutími er á tímabilinu 6. júní til 12. ágúst.

Gert er ráð fyrir því að börn fædd 1995 fái að vinna 10 vikur, börn fædd 1996 vinna 6-7 vikur og börn fædd 1997 vinna 3-4 vikur.

Ekki er þó hægt að raða niður tímasetningum eða ganga frá fjölda vinnuvikna fyrr en við sjáum hversu margir skrá sig, því er best  að skrá sig eigi sem allra fyrst.

ath. einnig er hægt að senda undirrituðum tölvupóst með skráningu:

Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og tómstundafulltrúi
gisli@fjallabyggd.is