Skráning í Frístund og Lengda viðveru stendur yfir

Skráning í Frístund og Lengda viðveru stendur yfir.

Í vetur, líkt og síðustu tvö skólaár, verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 – 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.
Foreldrar nemenda í 1.-4. bekk hafa fengið sendan póst gegnum Mentor með leiðbeiningum um skráningu.

Fjögur íþróttafélög eru í samstarfi um starf Frístundar að þessu sinni. Það eru Ungmannafélagið Glói, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Blakfélag Fjallabyggðar og Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar.

Áfram verður boðið upp á ávaxtabita eftir Frístund.

Þeir foreldrar sem ætla að nýta lengda viðveru fyrir börn sín eru beðin um að skrá þau með sama hætti og í Frístund.

Síðasti skráningardagur er þriðjudaginn 20. ágúst.

Hér má sjá framboð af viðfangsefnum í Frístund og lýsingu á þeim. 

Haust 2019 val um viðfangsefni