Skólaþing Grunnskóla Fjallabyggðar 9. apríl kl. 18:00 – 20:00 í skólahúsinu í Ólafsfirði.

Skólaþing Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar er að leggja upp í vegferð um bætt skólastarf. Verkefnið köllum við Framúrskarandi skóli – færni til framtíðar.

Skólaþingið er liður í vinnu nemenda, starfsfólks, kennara og foreldra við að móta stefnu skólans.

Samstarf við foreldra, fyrirtæki og stofnanir er lykilatriði svo skólastarf dafni í samfélaginu. Við hvetjum því sem flesta til að mæta og leggja sitt af mörkum til að byggja upp framúrskarandi skóla í Fjallabyggð.

Ykkar raddir skipta máli!

Þingið verður haldið í skólahúsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar við Tjarnarstíg í Ólafsfirði þriðjudaginn 9. apríl kl. 18.00- 20:00. Léttar veitingar.