Skólastarf Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Um það bil 205 nemendur hófu nám í haust við Tónlistarskólann á Tröllaskaga. Starfsfólk kom til starfa 23. ágúst og kennsla hófst 29. ágúst. 

Fimmtán tónlistarkennarar vinna nú við skólann í misjöfnum stöðugildum en alls eru stöðugildin 11,35 og þrír starfsmenn sjá um ræstingar í þremur byggðarkjörnum.

Fjórir nýir kennarar hafa bæst í hópinn. Guðmann Sveinsson kennir tónmennt í grunnskólum Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar og heimsækir alla leikskóla á Tröllaskaga í hverri viku með söngsal og er einnig með einkakennslu á gítar og söng. Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir kennir söng með starfsstöð á Dalvík. Jón Þorsteinsson kennir klassískan söng við skólann og Mathias Spoerry kennir söng með starfstöð á Dalvík.

Foreldravika var haldin vikunna 18. – 22. september og var foreldrum boðið upp á viðtöl við kennara og skólastjórnendur.

Hausttónleikar voru vikunna 22. – 26 . október alls 6 tónleikar.

Í nóvember vikunna 13. – 17. var skólinn með þemaviku. Jólatónleikar voru svo haldnir í desember, alls 9. tónleikar þar sem fram komu 170 nemendur skólans.
Starfólk skólans fór sinn árlega jólarúnt og voru allir grunn- og leikskólar á Tröllaskaga heimsóttir.

Samstarf við foreldra hefur breyst í gegnum árin og fer meira fram á rafrænu formi og þá í gegnum dagbækur og netpósta Visku sem er umsjónarkerfi skólans.

Samstarf sveitafélagana Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um Tónlistarskólann á Tröllaskaga hefur þegar sannað gildi sitt og á auðveldara með að bregðast við þeim ófyrirséðum vandamálum sem koma upp í starfi skólans.