Skólameistari við framhaldsskólann

Menntamálaráðherra hefur skipað Láru Stefánsdóttur framkvæmdastjóra í starf skólameistara við Framhaldsskólann við utanverðan Eyjafjörð, samkvæmt frétt á  ruv.is Skólinn tók til starfa í haust en hefur í vetur starfað undir hatti Verkmenntaskólans á Akureyri. Sjö umsóknir voru um stöðuna sem var auglýst í nóvember og miðað var við að skólameistari yrði skipaður frá og með 1. janúar.
Lára er með meistarapróf í kennslufræðum og ljósmyndun.