Skólahreysti Grunnskóla Ólafsfjarðar

Skólhreystikeppnin hjá Grunnskóla Ólafsfjarðar verður þriðjudaginn 20.janúar kl. 16. Um er að ræða forkeppni og allir sem eru í skólahreystivali mega keppa, en auk þess þeir fjórir bestu í hverjum bekk frá 6. bekk og upp úr. Það mældu íþróttakennarar í íþróttatímum.Skólahreysti er hreystikeppni fyrir 9. og 10. bekkinga allra grunnskóla landsins og byggist upp á fimm keppnisgreinum:
  • Upphífingum/strákar
  • Armbeygjur/stelpur
  • Dýfur/strákar
  • Fitnessgreip/stelpur
  • Hraðaþraut stelpur/strákar - hraðaþraut er byggð upp á mörgum mismunandi þrautum. Byrja þarf inni í lokuðum bíl - hlaupa í 12 dekkjum - fara á höndum 5 m. langan stiga - klifra yfir 5 m. háan netvegg - skríða undir 5 m. langt net - hlaupa með 10-20 kg. sekki - lyfta 25-35 kg. hnöttóttum kúlum - sippa 10 sinnum og klifra upp í 4 - 6 m. kaðal og enda inni í bíl. 

 

Ef einhverjir fullorðnir vilja taka þátt til gamans þá endilega hafið samband við Maju íþróttakennara.

Skólahreystikeppnin á Akureyri verður þann 12. mars kl.15. og verður tekin upp og sýnd á RÚV.  Þar sem RÚV er sjónvarp allra landsmanna þá gerir það börnin og verkefnið en sýnilegra. Rás 2 verður einnig útvarp mótsins.  Þættir innan RÚV munu gera Skólahreysti skil. 

Nánar um skólahreysti á www.skolahreysti.is