Skólahreysti Grunnskóla Ólafsfjarðar

Sigurvegarar í skólahreysti Grunnskóla Ólafsfjarðar
Sigurvegarar í skólahreysti Grunnskóla Ólafsfjarðar
Keppt var í skólahreysti Grunnskóla Ólafsfjarðar þriðjudaginn 22. janúar. Þessi keppni var að hluta til forkeppni fyrir þátttöku Grunnskóla Ólafsfjarðar í Skólahreysti á Skjá einum. Fjórum nemendum af hverju kyni í 6.-10. bekk var boðið að taka þátt eftir smá forkeppni í sem haldin var í íþróttatímum. Keppnin var skemmtileg og spennandi og töluverður fjöldi áhorfenda var mættur til að hvetja krakkana. Fyrir sjálfa keppnina á Skjá einum verða valdir 4 nemendur úr 9.-10. bekk en með þessari undankeppni er aðeins búið að velja tvo.