Skólaakstur haustið 2017

Þessa dagana er verið að ganga frá samningi við Hópferðabíla Akureyrar um skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð til næstu þriggja ára. Núgildandi samningur gildir til 31. ágúst nk. 

Samkvæmt útboði Fjallabyggðar á skólaakstri verða sæti með þriggjafestu mjaðmar- og axlarbeltum og munu yngstu nemendur sitja á bílsessu. Samkvæmt reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja þurfa hópferðabifreiðar aðeins að vera með tveggja festu bílbeltum og eru stórar rútur í skólaakstri almennt búnar slíkum öryggisbúnaði. Til að fyrirtækið geti uppfyllt ítarlegri öryggiskröfur Fjallabyggðar á öryggisbúnaði í skólarútu þarf að skipta um sæti. Þar sem panta þarf ný rútusæti erlendis frá er ljóst að á fyrstu vikum skólaárs verður skólabíllinn ekki útbúinn þriggja festu öryggisbeltum. HBA og Fjallabyggð munu hraða þessari framkvæmd eins og kostur er. Bílsessur koma í hús í þessari viku.

Skólaliði verður starfandi í skólarútunni eins og verið hefur.

Tímatafla skólaaksturs liggur fyrir og er hún eftirfarandi:

Skólaakstur 2017-2018

Tímatafla til útprentunar á pdf.