Skólaakstur - breyting

Gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á aksturstöflunni sem tekur gildi strax í dag. Um er að ræða ferðir kl. 15:30 og 16:00 sem verður flýtt um 15 mínútur. Verða þær ferðir því kl. 15:15 og 15:45. Aksturstöfluna má sjá hér, þær ferðir sem voru að breytast í vikunni eru merktar með gulu.

Eins og fram hefur komið eru líkur á að aksturstaflan breytist lítillega á næstu vikum og eru því notendur beðnir um að fylgjast vel með hér á heimasíðu Fjallabyggðar.