Skóla- og frístundaakstur um jól og áramót

Skóla- og frístundaakstur verður eftirfarandi um jól og áramót:

Ekki verður skólaakstur að morgni 21. desember og hefst akstur samkvæmt akstursplani kl. 15:20 frá Menntaskólanum á Tröllaskaga, þann dag. Félagsmiðstöðvarferðin þennan dag færist á þriðjudaginn 20. desember  í tengslum við litlu jólin í grunnskólanum.

Skóla- og frístundaakstur verður ekki frá og með 22. desember til og með 3. janúar.  Mun aksturstafla breytast eftir áramót og verður hún auglýst síðar.