Skóla- og frístundaakstur stopp fram yfir páska

Nú þegar skólar eru komnir í páskafrí verður ekki um frekari áætlunarakstur að ræða á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar fram yfir páska. Skóla- og frístundaakstur hefst aftur samkvæmt áætlun þriðjudaginn 26. apríl.