Skóla- og frístundaakstur - ný aksturstafla

Nú hefur verið gefin út ný aksturstafla. Hún tekur gildi mánudaginn 30. janúar 2012. Ekki er um miklar breytingar að ræða frá fyrri töflu og gildir hún þar til annað verður tekið fram. Aksturstöfluna má sjá hér: http://www.fjallabyggd.is/static/files/.pdf/1327918997-akstur_vetur_2011_2012_30.01.12_v01.pdf

Þær breytingar sem gerðar hafa verið á töflunni frá þeirri sem hefur verið í gildi frá janúarbyrjun er:

Á miðvikudögum seinkar 17:20 ferð frá Siglufirði til 18:20 og þar með seinkar ferðin frá Ólafsfirði líka.

Á föstudögum falla niður fjórar ferðir, þ.e.

frá Ólafsfirði kl. 17:10
frá Siglufirði kl. 17:40
frá Ólafsfirði kl. 18:10
frá Siglufirði kl. 18:45