Skógardeginum frestað

Stjórn Skógræktarfélags Siglufjarðar vill koma því á framfæri, að Skógardeginum sem vera átti um næstu helgi, sunnudaginn 10. júlí næstkomandi í Skarðsdalsskógi, hefur verið frestað um sinn, m.a. vegna óhagstæðrar veðurspár. Ný dagsetning verður auglýst síðar.