Skoðunarferðir inn í Héðinsfjarðargöng

Bæjarstjórn Fjallabyggðar býður öllum þeim sem þess óska í skoðunarferð inn í Héðinsfjarðargöng Siglufjarðarmegin milli klukkan 11:00 og 14:00 í dag, sunnudag. Rútuferðir verða frá flugvellinum á um það bil 30 mínútna fresti en áætlað er að ferðin taki um 45 mínútur. Hvatt er til að allir komi vel klæddir og skóaðir, en mikil bleyta og moldar leðja er víða í göngunum.