Skipulagslýsing – Upphaf vinnu við deiliskipulag kirkjugarðs á Saurbæjarási, Siglufirði

Loftmynd af skipulagssvæði og nærliggjandi umhverfi
Loftmynd af skipulagssvæði og nærliggjandi umhverfi

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag kirkjugarðs á Saurbæjarási, Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhugaðri deiliskipulagsvinnu kirkjugarðsins á Saurbæjarási. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Kanon arkitektum koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.

Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að vinna tillögu að nýjum heildstæðum grafreit út frá núverandi garðsvæði og tryggja að hægt sé að móta kistugrafreiti til næstu 20 ára og koma til móts við fjölbreyttara form greftrana til lengri framtíðar. Deiliskipulagið kallar á breytingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032 sem verður unnið samhliða deiliskipulagsbreytingunni.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð er til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir lok 12. apríl nk.

Skipulagsfulltrúi.

Kirkjugarður Saurbæjarási - Lýsing vegna deiliskipulagsgerðar