Í næstu viku er komið að skólalokum þessa skólavetrar 2013 - 2014. Samkvæmt venju verður líf og fjör þessa síðustu daga
og á þriðjudaginn, sem er síðasti skóladagur, verður
"Hamagangur á Óló" en hreystiteymi skólans hefur sett saman skemmtilega dagskrá fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Verkaskiptingu er
hægt að sjá
hér.
Síðasti akstursdagur skólabíls samkvæmt áætlun er á mánudaginn. Á þriðjudag verða ferðir vegna Hamagangs
á Óló sem hér segir:
Kl. 9.20 frá Siglufirði, Hlíðarvegi og Norðurgötu (2 bílar)
kl. 9.40 allir nemendur og starfsmenn skólans mæta við Tjarnarstíg
Kl. 12.30 frá Ólafsfirði ( 1 bíll með 41 nem)
Kl. 13.15 frá ólafsfirði (2 bílar með 76 nem)
Skólaslit verða síðan á fimmtudaginn 5. júní.