Skipulag byggðar og mótun umhverfis. Hvernig getur þú haft áhrif?

Ákvarðanir um skipulag byggðar og fyrirkomulag framkvæmda varðar okkur öll. Því er mikilvægt að almenningur viti hvernig staðið er að ákvörðunum um skipulag og mótun umhverfis og þekki rétt sinn til að koma að slíkum ákvörðunum. 
Til að veita almenningi upplýsingar um ferli skipulags og mats á umhverfisáhrifum og hvernig almenningur getur komið að málum hefur Skipulagsstofnun gefið út bækling með yfirskriftinni "Skipulag byggðar og mótun umhverfis. Hvernig getur þú haft áhrif?" Í þessum nýja bæklingi er að finna almennar upplýsingar um skipulagsgerð sveitarfélaga og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og skýrt hvenær og hvernig almenningur getur komið að málum. Rafræn útgáfa af bæklingnum er að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar en nokkur prentuð eintök liggja fram á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar.