Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar 22. nóvember

Frá skíðasvæðinu í Skarðsdal. (Mynd: www.skardsdalur.is)
Frá skíðasvæðinu í Skarðsdal. (Mynd: www.skardsdalur.is)
Þau tíðindi voru að berast frá Fjallamönnum, starfsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði, að þeir stefni á að opna svæðið laugardaginn 22. nóvember nk.
Það hefur snjóað töluvert síðustu dagafrá 30-140 cm og næstu daga er úrkoma í kortunum þannig að þetta lítur mjög vel út með framhaldið.
Fylgist með framvindu mála næstu daga á www.skardsdalur.is og á Facebókar-síðu þeirra.